Heildstæð lausn fyrir nútíma heilbrigðisþjónustu
Medalia einfaldar samskipti, bætir þjónustuupplifun og eykur skilvirkni fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga.
Halldóra Laxness · 10. des 14:30
Hallur Tómasson
Bíður í biðstofu
Frá Dr. Helgu Björns
Verkfæri fyrir sérfræðinga
Eitt kerfi fyrir allt sem viðkemur rekstri, samskiptum og klínískri vinnu.
Hannað sérstaklega fyrir íslenskt heilbrigðisumhverfi.
Ítarleg sjúkraskrá
Fullkomið kerfi fyrir nótur, lyf, ofnæmi, mælingar og fleira. Uppfyllir allar kröfur um örugga skráningu á heilbrigðisgögnum.
Tímapantanir
Bókunarkerfi sem sparar tíma og fyrirhöfn. Sjálfvirkar áminningar með SMS og tölvupósti tryggja að skjólstæðingar mæti á réttum tíma.
Samskipti
Spjallaðu við skjólstæðinga og samstarfsfólk beint úr kerfinu.
Einfalt, þægilegt og allt á einum stað.
Tengingar
Tengist Hekluneti, Sjúkratryggingum Íslands og öðrum kerfum.
Samskipti við stofnanir verða sjálfvirk og hnökralaus.
Sjálfvirkt bókhald
Reikningar stofnaðir og sendir sjálfkrafa í bókhaldskerfi.
Minni handavinna, meiri nákvæmni.
Aðgangsstýring og öryggi
Nákvæm stýring á hver hefur aðgang að hvaða gögnum. Kerfið er hannað með persónuvernd í fyrirrúmi og uppfyllir ströngustu öryggiskröfur.
Mínar síður skjólstæðinga
Gefðu skjólstæðingum þínum frelsi til að sinna sínum málum þegar þeim hentar með notendavænu viðmóti.
Tímabókanir
Bókaðu tíma, breyttu eða afbókaðu hvenær sem er, allan sólarhringinn.
Verkefni
Svaraðu spurningalistum og kláraðu verkefni á eigin hraða fyrir eða eftir tíma.
Greiðslur og reikningar
Yfirlit yfir alla reikninga og möguleiki á ýmsum greiðsluleiðum.
Niðurstöður
Skoðaðu niðurstöður rannsókna og mælinga á einfaldan og myndrænan hátt.
Samskipti
Örugg samskipti við þína þjónustuveitendur. Engin þörf á símhringingum eða tölvupóstum.
Rafræn skilríki
Einföld og örugg innskráning með rafrænum skilríkjum.
Sérsniðin verkferli
Hannaðu sjálfvirk ferli sem henta þinni starfsemi. Frá bókunum til eftirfylgni – allt raðast saman án handvirkra inngripa.
Þetta er aðeins eitt dæmi um mörg möguleg verkferli.
Búðu til þín eigin ferli fyrir þínar þjónustur.
Öryggi og staðlar
Við leggjum höfuðáherslu á öryggi gagna og fylgjum ströngustu alþjóðlegum stöðlum í heilbrigðistækni
FHIR Samhæfni
Byggt á alþjóðlegum FHIR stöðlum fyrir örugga og samhæfða gagnageymslu heilbrigðisupplýsinga.
Persónuvernd
Uppfyllir ströngustu kröfur um persónuvernd (GDPR) og íslensk lög um sjúkraskrár.
Dulkóðun
Öll gögn eru dulkóðuð, bæði í flutningi og hvíld, til að tryggja hámarks öryggi.
Viltu nútímavæða þína þjónustu?
Komdu í hóp þeirra sem nýta tæknina til að veita betri heilbrigðisþjónustu